Nunatak verður fulltrúi Suðurskautslandsins á Live Earth

Nunatak, húshljómsveit breskrar rannsóknarstöðvar á Suðurskautslandinu verður fulltrúi þeirrar álfu á Live Earth tónleikunum, sem haldnir verða á átta stöðum í heiminum á morgun til að vekja athygli á baráttu gegn hlýnun andrúmsloftsins. Bein sjónvarpsútsending frá tónleikunum hefst í nótt og lýkur rúmlega sólarhring síðar.

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og annar formanna Live Earth, bauð bresku suðurskautsstofnuninni, BAS, að taka þátt í tónleikunum. Mun Nunatak, sem er fimm manna hljómsveit, leika á ísnum utan við rannsóknarstöðina. Raunar er þegar búið að taka atriðið upp, því ekki er hægt að sýna beint frá Suðurskautslandinu.

Nunatak er grænlenskt orð og merkir tind, sem ekki er þakinn ís.

Nunatak á æfingu á Suðurskautslandinu.
Nunatak á æfingu á Suðurskautslandinu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir