Rowling grét við skriftir síðustu Potter-bókarinnar

J.K. Rowling ásamt eiginmanni sínum Neil Murray.
J.K. Rowling ásamt eiginmanni sínum Neil Murray. Reuters

Metsöluhöfundurinn J. K. Rowling hefur skýrt frá því að hún hafi brostið í grát er hún sat við skriftir og var við það að ljúka sjöundu og síðustu bókinni í bókaröðinni um Harry Potter. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við breska fjölmiðlamanninn Jonathan Ross.

Reuters fréttastofan skýrði frá því að Rowling viðurkenndi einnig að hún hefði breytt síðasta orði bókarinnar úr scar í eitthvað annað en mörgum sem þekkja bækurnar vita að Harry Potter er með merkilegt ör á enninu.

Síðasta bókin nefnist Deathly Hallows sem gæti útlagst sem Banvæn vé á íslensku. „Ég hágrét er ég kláraði einn kaflann nærri endanum,” sagði Rowling í samtalinu við Ross.

Hún sagðist hafa klárað bókina ein á hótelherbergi þar sem hún þurfti að hressa sig við með hálfri flösku af kampavíni af mini-barnum áður en hún hélt heim útgrátin með augnmálninguna niður á kinnar.

Rowling hefur áður sagt að tvær aðalhetjur bókaraðarinnar muni ekki lifa síðasta bindið af. Rowling ljóstraði jafnframt því upp að hún hefði enga sérstaka fyrirmynd að Harry en að besti vinur hans Ron Weasley líktist mjög gömlum vini hennar, Sean að nafni.

Reuters fréttastofan skýrði frá því að Banvæn vé væri væntanleg í bókabúðir 21. júlí og að búið væri að panta 1,6 milljón eintök fyrirfram á netinu.

Fyrstu sex bækurnar í bókaröðinni munu hafa selst í 325 milljón eintökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup