Sólin braust í gegnum rigningarskýin yfir Hróarskeldu í Danmörku eftir hádegið í dag en gríðarlegt vatnsveður hefur verið þar undanfarinn sólarhring og svæðið þar sem Hróarskelduhátíðin fer fram er eitt drullusvað. Nú segja danskir fjölmiðlar, að hátíðargestir geti klætt sig úr regngallanum og viðrað stuttermabolina.