Vilhjálmur sagður hafa beðið Kate um annað tækifæri

Kate Middleton skömmu áður en greint var frá því að …
Kate Middleton skömmu áður en greint var frá því að sambandi hennar og Vilhjálms prins væri lokið. Reuters

Vilhjálmur Bretaprins er nú sagður hafa talið fyrrum kærustu sína Kate Middleton á að gefa sambandi þeirra annað tækifæri en greint var frá því í apríl að þau hefðu slitið sex ára sambandi sínu. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Það vakti mikla athygli í Bretlandi er Kate sótti minningartónleika um Díönu prinsessu, móður Vilhjálms, um síðustu helgi og samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla hefur Vilhjálmi nú tekist að sannfæra Kate um að það sé óþægindanna virði að eiga í sambandi við sig. „Það var ekki fyrr en þau stigu skref aftur á bak sem þau fengu svigrúm til að kanna raunverulegar tilfinningar sínar hvors til annars," segir ónefndur heimildarmaður blaðsins The Sun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir