Er Avril Lavigne þjófótt?

Avril Lavigne
Avril Lavigne Reuters

Avril Lavigne á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Lagahöfundar hljómsveitarinnar The Rubinoos frá áttunda áratugnum krefjast þess fyrir dómi að viðurkennt verði að söngkonan hafi stolið lagi þeirra, „I Wanna Be Your Boyfriend". Lag Lavigne fjallar um svipuð málefni en það kallast "Girlfriend".

Tommy Dunbar, annar lagahöfunda The Rubinoos, segir: "Við erum ekki svo barnalegir að telja þetta tilviljun. Textinn, hrynjandin, takturinn – þetta er allt alveg eins."

Áhugasömum er bent á að réttarhöldin fara fram hinn 28. ágúst í Kaliforníu. Því er tilvalið að bregða sér vestur um haf í síðsumarsólina og fylgjast með framgangi mála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar