Paris Hilton í fínu formi út á lífinu

Paris Hilton er mætt út á lífið á ný en hún sást í miklu fjöri á skemmtistaðnum Lex Deux á föstudagskvöldið, í fyrsta skipti frá því að hún var látin laus úr fangelsi.

Hilton var dæmd í fangelsi fyrir að keyra drukkin próflaus.

Hilton var í fínu formi á Lex Deux sem er vinsæll meðal fólks í Hollywood. Þar dansaði hún og drakk með Nicky systur sinni og vinum.

People tímaritið hefur eftir vini hennar að Paris hafi skemmt sér konunglega og brosað í allar áttir. „Hún hló, skemmti sér, drakk, dansaði, söng með lögunum, talaði við alla og faðmaði allar stúlkurnar við borðið," að því er People tímaritið hefur eftir gesti á skemmtistaðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar