Tökur hafnar á nýjustu mynd Woody Allen í Barcelona

Woody Allen og eiginkona hans Soon-Yi Previn
Woody Allen og eiginkona hans Soon-Yi Previn Reuters

Tökur á nýjustu kvikmynd Woody Allen hófust á ströndinni við Barcelona í morgun og vöktu þær mikla athygli gesta á ströndinni.

Meðal leikara í myndinni, sem enn hefur ekki hlotið nafn, eru Scarlett Johansson, Rebecca Hall, Javier Bardem og Penelope Cruz.

Stefnt er að því að tökur myndarinnar standi yfir í sjö vikur. Verður myndin meðal annars tekin upp í Barcelona, Asturias-héraði á Norður-Spáni og heimaborg Allens, New York.

Allen hefur dvalið langdvölum í Barcelona að undanförnu í leit að góðum tökustöðum. Auk þess sem hann hefur spilað á tvennum tónleikum með jazz hljómsveit sinni en Allen leikur á klarínett í frístundum sínum.

Á fréttamannafundi í síðustu viku sagði Allen að myndin væri ástarbréf til Barcelona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup