Tökur hafnar á nýjustu mynd Woody Allen í Barcelona

Woody Allen og eiginkona hans Soon-Yi Previn
Woody Allen og eiginkona hans Soon-Yi Previn Reuters

Tökur á nýjustu kvikmynd Woody Allen hófust á ströndinni við Barcelona í morgun og vöktu þær mikla athygli gesta á ströndinni.

Meðal leikara í myndinni, sem enn hefur ekki hlotið nafn, eru Scarlett Johansson, Rebecca Hall, Javier Bardem og Penelope Cruz.

Stefnt er að því að tökur myndarinnar standi yfir í sjö vikur. Verður myndin meðal annars tekin upp í Barcelona, Asturias-héraði á Norður-Spáni og heimaborg Allens, New York.

Allen hefur dvalið langdvölum í Barcelona að undanförnu í leit að góðum tökustöðum. Auk þess sem hann hefur spilað á tvennum tónleikum með jazz hljómsveit sinni en Allen leikur á klarínett í frístundum sínum.

Á fréttamannafundi í síðustu viku sagði Allen að myndin væri ástarbréf til Barcelona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir