Madonna gagnrýnd fyrir fjárfestingar sínar

Söngkonan Madonna hefur verið gagnrýnd fyrir að fjárfesta í fyrirtækjum, sem ekki þykja sérlega umhverfisvæn, á sama tíma og hún tók þátt í tónleikum Live Earth í Lundúnum á laugardagskvöldið.

Á sjóður Madonnu, Ray of Light, að hafa fjárfest fyrir 2,1 milljón punda í félögum sem eru þekkt fyrir allt annað en umhverfisvæna starfsemi.

Meðal fyrirtækja sem Ray of Light hefur keypt hlutabréf í eru, Alcoa, Ingersoll Rand, BP og nokkur önnur félög sem tengjast olíustarfsemi, bæði olíuleit og olíuhreinsun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar