Reglum um Söngvakeppni sjónvarpsins breytt

Eiríkur Hauksson keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí 2007.
Eiríkur Hauksson keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí 2007. mbl.is/Eggert

Reglum um Söngvakeppni sjónvarpsins hefur verið breytt frá fyrra fyrirkomulagi en nú verða þeir sem ætla sér að taka þátt í undankeppninni, bæði laga- og textasmiðir, að hafa íslenskt ríkisfang og/eða vera búsettir á Íslandi 1. október 2007 og fram yfir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Serbíu í maí. Uppfylli þátttakendur ekki þessi skilyrði teljast höfundarverk þeirra ekki tæk í keppnina.

Á vef Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva kemur fram að Ísland var síðasta landið í Vestur-Evrópu til þess að tilkynna um þátttöku í keppninni á næsta ári. Segir á vefnum að efasemdir hafi verið meðal almennings á Íslandi hvort Íslendingar ættu að taka þátt að ári eftir að hafa ekki komist í aðalkeppnina þrjú ár í röð.

Sjónvarpið mun óska eftir lögum frá lagahöfundum

Sjónvarpið mun, til viðbótar við innsend lög í keppnina, setja sig í samband við lagahöfunda og óska eftir lögum frá þeim í keppnina.

Hámark þrjú lög frá hverjum lagahöfundi

Hver lagahöfundur má að hámarki senda inn þrjú lög í keppnina. Textahöfundum er heimilt að vera höfundar/meðhöfundar að fleiri en þremur textum. Æskilegt er að söngtexti sé á íslensku í Söngvakeppni Sjónvarpsins en þó eru leyfð frávik frá því. Sigurlagið má hins vegar flytja á öðru tungumáli þegar það verður flutt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og skal sú ákvörðun tekin í samráði við framkvæmdastjórn keppninnar.

Reglur um Söngvakeppni sjónvarpsins 2008

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar