Reglum um Söngvakeppni sjónvarpsins breytt

Eiríkur Hauksson keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí 2007.
Eiríkur Hauksson keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí 2007. mbl.is/Eggert

Regl­um um Söngv­akeppni sjón­varps­ins hef­ur verið breytt frá fyrra fyr­ir­komu­lagi en nú verða þeir sem ætla sér að taka þátt í undan­keppn­inni, bæði laga- og texta­smiðir, að hafa ís­lenskt rík­is­fang og/​eða vera bú­sett­ir á Íslandi 1. októ­ber 2007 og fram yfir Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva sem hald­in verður í Serbíu í maí. Upp­fylli þátt­tak­end­ur ekki þessi skil­yrði telj­ast höf­und­ar­verk þeirra ekki tæk í keppn­ina.

Á vef Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva kem­ur fram að Ísland var síðasta landið í Vest­ur-Evr­ópu til þess að til­kynna um þátt­töku í keppn­inni á næsta ári. Seg­ir á vefn­um að efa­semd­ir hafi verið meðal al­menn­ings á Íslandi hvort Íslend­ing­ar ættu að taka þátt að ári eft­ir að hafa ekki kom­ist í aðal­keppn­ina þrjú ár í röð.

Sjón­varpið mun óska eft­ir lög­um frá laga­höf­und­um

Sjón­varpið mun, til viðbót­ar við inn­send lög í keppn­ina, setja sig í sam­band við laga­höf­unda og óska eft­ir lög­um frá þeim í keppn­ina.

Há­mark þrjú lög frá hverj­um laga­höf­undi

Hver laga­höf­und­ur má að há­marki senda inn þrjú lög í keppn­ina. Texta­höf­und­um er heim­ilt að vera höf­und­ar/​meðhöf­und­ar að fleiri en þrem­ur textum. Æskilegt er að söng­texti sé á ís­lensku í Söngv­akeppni Sjón­varps­ins en þó eru leyfð frá­vik frá því. Sig­ur­lagið má hins veg­ar flytja á öðru tungu­máli þegar það verður flutt í Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva og skal sú ákvörðun tek­in í sam­ráði við fram­kvæmda­stjórn keppn­inn­ar.

Regl­ur um Söngv­akeppni sjón­varps­ins 2008

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarft á nánum samböndum að halda og ættir því að leita leiða til að bæta sambönd þín. Verkefni þín eru í uppnámi og þú verður að vinna þau skipulega áður en fleiri koma til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarft á nánum samböndum að halda og ættir því að leita leiða til að bæta sambönd þín. Verkefni þín eru í uppnámi og þú verður að vinna þau skipulega áður en fleiri koma til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant