Springfield í Vermont hreppti frumsýninguna

Eftir mikla keppni milli 14 bandarískra borga, sem bera nafnið Springfield, var tilkynnt í kvöld að borgin í Vermont sé opinber heimaborg Simpson-fjölskyldunnar vinsælu. Verður ný teiknimynd um fjölskylduna, The Simpsons Movie, því frumsýnd í Springfield í Vermont 26. júlí.

Kvikmyndaverið 20th Century Fox stóð fyrir netkosningu á heimasíðu USA Today þar sem fólk gat gefið myndböndum frá borgunum 14 atkvæði. Mikið var lagt í myndböndin og fékk Springfield í Massachusetts m.a. Ted Kennedy, öldungadeildarþingmann ríkisins, til að taka þátt í sprellinu.

„Við erum afar spennt," sagði Patricia Chaffee, varaformaður viðskiptaráðs Springfield. „Við tókum þátt á síðustu stundu, við töldum okkur ekki eiga neina möguleika og þess vegna var sigurinn sætur."

9300 manns búa í Springfield í Vermont og er það minnsti bærinn af þeim 14 sem bera þetta nafn í Bandaríkjunum. Framlag bæjarins í myndskeiðakeppninni sýndi leikara í gervi Homers Simpsons elta risastóran bleikan kleinuhring um götur bæjarins.

Hinir Springfieldbæirnir 13 fá einnig að sýna nýju myndina áður en sýningar hefjast um öll Bandaríkin 27. júlí.

Simpson-fjölskyldan í væntanlegri bíómynd.
Simpson-fjölskyldan í væntanlegri bíómynd.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup