Tekjuhæstu myndirnar á Íslandi

Bruce Willis
Bruce Willis Reuters

Hið langþráða fjórða innlegg í hrakfallasögu harðjaxlsins Johns McClane kætir íslenska kvikmyndaunnendur sem flykkjast í bíósalina til þess að dást að kappanum. Ævintýrið er enda bráðskemmtilegt og fjörugt, og hefur hlotið prýðis viðtökur hjá gagnrýnendum. Þó kunna sumir að finna að full vemmilegri amerískri þjóðrembu í vissum atriðum myndarinnar. Íslendingar ættu þó að geta leitt slíkt hjá sér enda virðast þeir af einhverjum ástæðum hafa sérstakt dálæti á amerískum hreyfimyndum umfram kviklistaverk frá öðrum löndum.

Vinalega skrímslið Skrekkur situr sem fastast í öðru sætinu, en kraftar hins almáttuga Evans duga einungis til þess að koma honum í þriðja sætið. Myndin, sem kallast Evan Almighty á frummálinu og er ný á listanum, er óbeint framhald Bruce Almighty með Jim Carrey. Að þessu sinni er Steve Carell í aðalhlutverkinu, en Morgan Freeman snýr aftur sem Guð. Um er að ræða ærslafulla gamanmynd þar sem fólk dettur á rassinn og dýr eru fyndin. Gagnrýnendur hlæja þó mismikið að bröndurum og sprellilátum Evans hins almáttuga og félaga hans.

Aðeins ein önnur mynd er ný á lista að þessu sinni; sú kallast The Lookout en burðarhlutverk eru í höndum Josephs Gordon-Levitt og Jeffs Daniels. Myndin er frumraun handritshöfundarins Scotts Frank í leikstjórastólnum, en hann hefur áður komið að handritum á borð við Minority Report og Get Shorty. Vel þykir honum takast upp í hinu nýja hlutverki; glæpaþrillerinn The Lookout fær ágætis dóma og ku halda áhorfendum vel við efnið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup