Bandaríska hljómsveitin Toto hélt tónleika í Laugardalshöll í kvöld við góðar undirtektir áheyrenda. Toto er hvað þekktust fyrir lögin Hold the Line, Rosanna og Africa og hefur selt yfir 25 milljónir platna á 30 ára ferli. Þessi lög heyrðust í höllinni í kvöld en einnig ný lög en sveitin er á tónleikaferðalagi til að fylgja eftir nýrri plötu. Á myndinni sést bassaleikarinn skeggprúði Leland Sklar á tónleikunum í kvöld.