Transformers slá í gegn í Bandaríkjunum

Það gengur mikið á í myndinni Transformers.
Það gengur mikið á í myndinni Transformers.

Vélmennabílarnir í Transformers brunuðu á toppinn yfir vinsælustu myndir Bandaríkjanna og tóku inn heilar 152,5 milljón bandaríkjadala á fyrstu sex dögunum. Ef framhaldsmyndir eru undanskildar hefur einungis fyrsta Spider-Man myndin náð betri aðsókn á þeim tíma og engin mynd hefur átt betri þriðjudag.

Það óvenjulega herbragð að frumsýna myndina á mánudegi, tveim dögum fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna, virðist hafa heppnast vel og auk þess hefur myndin hlotið óvenju hlýleg viðbrögð gagnrýnenda, svona miðað við að leikstjórinn er Michael Bay sem er vanur að fá háðulega útreið hjá gagnrýnendum fyrir myndir á borð við Pearl Harbor og Armageddon. Transformers er byggð á vinsælum teiknimyndum frá níunda áratugnum og velgengni hennar eykur sjálfsagt væntingar framleiðenda væntanlegra mynda um Masters of the Universe og Thundercats, sem einmitt kepptu við Transformers um hylli barna fyrir tuttugu árum.

Nýjasta mynd Robin Williams, Licence to Wed, fékk hins vegar afspyrnuslaka dóma og litla aðsókn en Pixar-teiknimyndin Ratatouille heldur á hinn bóginn áfram að gera góða hluti og hefur nú náð hundrað milljón dollara markinu eftir aðeins tíu daga í sýningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar