Bannar barneignir

Fjölmiðlar fylgdust vel með brúðkaupi Evu Longoriu og Tony Parkers …
Fjölmiðlar fylgdust vel með brúðkaupi Evu Longoriu og Tony Parkers á laugardag í París Reuters

Skapari þáttaraðarinnar um aðþrengdu eiginkonurnar bannaði Evu Longoriu að leggjast í barneignir næsta árið í ræðu sem hann hélt í brúðkaupi leikkonunnar og körfuboltamannsins Tony Parker í Frakklandi á laugardaginn. Longoria tók vel í tilskipunina og sagðist hlakka til þess að eyða tíma með eiginmanninum næsta árið án barna.

Marc Cherry sagði í ræðunni að ástæðan fyrir banninu væri sú að ekki væri búið að skrifa óléttu inn í hlutverk Gabrielle Solis, sem Longoria leikur í þáttaröðinni.

Í viðtali við bandaríska útgáfu tímaritsins OK segist Longoria vera sátt við að mega ekki verða þunguð næsta árið. Hún hlakkar til þess að eyða tíma með eiginmanninum án barna næsta árið þrátt fyrir að þau hjónin þrái að eignast börn síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir