Sir Paul McCartney vill að allir verði grænmetisætur svo hlýnun jarðar stöðvist. Bítillinn telur að heimurinn væri betri staður ef fólk léti það vera að borða kjöt, því koma mætti í veg fyrir eyðingu regnskóganna með slíkum ráðstöfunum.
"Livestock dýraeldisstöðin er ein stærsta eyðingarvél jarðar – þegar þú sérð tré Amasón-regnskógarins höggvin niður vegna hamborgaragerðar verður sú staðreynd býsna augljós," segir Páll, og bætir síðar við: "Þetta snýst allt um hugarfar, allir halda að einhverjir aðrir muni sjá um að redda málum."
Linda McCartney sálug, fyrrum eiginkona Bítilsins, kynnti honum líf grænmetisætunnar á áttunda áratugnum. Hún gaf út ýmsar matreiðslubækur með grænmetisuppskriftum og var ötull baráttumaður fyrir réttindum dýra. Í kjölfar andláts hennar árið 1998 hvatti Paul aðdáendur til þess að gerast grænmetisætur, og heiðra þannig minningu Lindu.