Bítill leysir gróðurhúsavandann

Paul McCartney
Paul McCartney Reuters

Sir Paul McCartney vill að allir verði grænmetisætur svo hlýnun jarðar stöðvist. Bítillinn telur að heimurinn væri betri staður ef fólk léti það vera að borða kjöt, því koma mætti í veg fyrir eyðingu regnskóganna með slíkum ráðstöfunum.

"Livestock dýraeldisstöðin er ein stærsta eyðingarvél jarðar – þegar þú sérð tré Amasón-regnskógarins höggvin niður vegna hamborgaragerðar verður sú staðreynd býsna augljós," segir Páll, og bætir síðar við: "Þetta snýst allt um hugarfar, allir halda að einhverjir aðrir muni sjá um að redda málum."

Linda McCartney sálug, fyrrum eiginkona Bítilsins, kynnti honum líf grænmetisætunnar á áttunda áratugnum. Hún gaf út ýmsar matreiðslubækur með grænmetisuppskriftum og var ötull baráttumaður fyrir réttindum dýra. Í kjölfar andláts hennar árið 1998 hvatti Paul aðdáendur til þess að gerast grænmetisætur, og heiðra þannig minningu Lindu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup