Ekki fyrir yngri en 16 ára

Ein þekktasta fyrirsæta heims, Kate Moss er eldri en 16 …
Ein þekktasta fyrirsæta heims, Kate Moss er eldri en 16 ára en myndi seint falla í hóp þeirra sem berjast við aukakílóin. Reuters

Stúlkum undir sextán ára aldri ætti að vera óheimilað að taka þátt í fyrirsætustörfum á tískuvikunni í Lundúnum. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem breski tískuiðnaðurinn lét framkvæma.

Á fréttavef BBC kemur fram að ráðgjafar forsvarsmanna tískuvikunnar telji það algjörlega óviðunandi að ungar stúlkur taki að sér hlutverk fullorðinna kvenna á tískuvikunni. Tískuvikan í Lundúnum er haldin í september ár hvert. Sú spurning hefur vaknað líkt og víða annars staðar hvort fyrirsæturnar sem taka þátt í tískuvikunni séu of grannvaxnar og eru forsvarsmenn tískuvikunnar undir miklum þrýstingi að setja reglur um holdafar þeirra kvenna sem sýna á tískuvikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar