B.B. King hafnar siðgæðisverðinum

Blústónlistarmaðurinn B.B. King varð miður sín þegar umboðsmaðurinn hans bannaði honum að fljúga flugvélinni sinni einn og heimtaði að hann hefði varaflugmann með sér til öryggis samkvæmt kröfum tryggingafélags King. Blúsarinn, sem er goðsögn í lifanda lífi, er orðinn 81 árs gamall. Hann hefur flugmannsréttindi og var vanur að fljúga sjálfur á alla tónleika sem hann spilaði á.

King er hins vegar ekki spenntur fyrir að fljúga með öðrum og segir það taka allt gamanið úr fluginu: "Það er eins og að hafa siðgæðisvörð með sér þegar maður er með huggulegri stúlku," sagði kóngurinn sem hefur líklega sjaldnast haft siðgæðisvörð með sér í þeirri stöðu en sagan segir að hann hafi misst sveindóminn áður en hann varð tíu ára. Hann hefur þó alltaf haldið tryggð við hana Lucille, gítarinn sinn eina. "Margar konur hafa beðið mig um að velja á milli sín og Lucille. Það er ástæðan fyrir að ég á fimmtán börn með jafnmörgum konum."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir