Hæsti maður heims giftir sig

Áratugalangri leit Kínverjans Bao Xishun að eiginkonu lauk loks í morgun þegar hann giftist Xia Shujun í hefðbundinni hirðingjaathöfn á steppum Innri-Mongólíu í Kína en þaðan eru brúðhjónin bæði. Bao, sem er 56 ára gamall, er hæsti maður heims, 2,36 metrar á hæð, og þótt eiginkona hans sé í meðallagi há, 1,68 metrar, nær hún honum aðeins í mitti.

Á myndum, sem birst hafa af brúðhjónunum í dag, sést Bao klæddur í sægrænan silkislopp við hlið Xia, sem klædd er rauðum hátíðarskrúða. Brúðkaupsveislan hófst snemma í morgun og mun standa fram á rauða nótt.

Xia hefur sagt í viðtölum við kínverska fjölmiðla, að hæðarmismunur þeirra hjóna skapi engin vandamál. Fréttastofan Xinhua hafði eftir Xia í mars, að eftir að hún fór að kynnast Bao betur hafi hún hætt að taka eftir því hve hann er hávaxinn enda sé hann afar umhyggjusamur maður.

Bao er vel þekktur í Kína. Hann hafði verið piparsveinn alla ævi en lýsti því yfir í fyrra að hann væri að svipast um eftir eiginkonu. Tugir kvenna gáfu sig þá fram og lýstu áhuga á að giftast Bao.

Bao komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar hann nýtti handleggjalengd sína til að sækja plastdrasl, sem fests hafði í maga tveggja höfrunga í sædýrasafni í norðausturhluta Kína.

Heimsmetabók Guinness staðfesti á síðasta ári, að Bao væri hæsti núlifandi maðurinn.

Brúðhjónin Bao og Xia í morgun.
Brúðhjónin Bao og Xia í morgun. Reuters
Xia Shujuan veifar til viðstaddra.
Xia Shujuan veifar til viðstaddra. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup