Svarteygðar matbaunir vinsælastar

The Black Eyed Peas.
The Black Eyed Peas. Reuters

Tilfinningaþrungið lag frá Fergie og félögum í Black Eyed Peas ryðst í fyrsta sæti íslenska lagalistans. Poppdívan baunar útúr sér hjartnæmum yfirlýsingum um ástarsorg og óseðjandi þrár, en hlustandinn fær það á tilfinninguna að þessar ólgandi kenndir geti ekki annað en ruðst fram á varir söngkonunnar er barki hennar þenst í óhjákvæmilegum og hádramatískum söng.

Stórkostlegt lag sem nefnist „Big Girls Don't Cry" og hugnast Íslendingum greinilega vel. Þeir eru enda í ástargírnum um þessar mundir, lag Páls Óskars, „Allt fyrir ástina," helst í öðru sætinu.

Íslenskir nýliðar á listanum eru kjarnakvendin hressu í Dúkkulísunum. Þær syngja lagið „Hvað á að gefa konum?" en strax á hæla þeirra fylgir önnur hress og skemmtileg sveit, Sniglabandið. Þeir útlista fyrir hlustendum hvað kaupstaðurinn Selfoss er.

Ellismellurinn að þessu sinni er svo lagið „Freight Train" í flutningi trúbadoranna Péturs Ben, Ólafar Arnalds og Lay Low.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir