Beckham er kominn til Los Angeles

David og Victoria Beckham fengu konunglegar móttökur þegar þau komu til Kaliforníuríkis í nótt. Þar tóku á móti þeim öskrandi aðdáendur Davids og her ljósmyndara og sjónvarpsvéla. Fyrrum fyrirliði enska landsliðsins brosti út að eyrum og var greinilega afar ánægður með móttökurnar.

Mikill viðbúnaður var við komu hjónanna og höfðu öryggishlið verið sett upp. Beckham kemur fram á blaðamannafundi í dag á vegum knattspyrnufélagsins LA Galaxy, sem hann ætlar að leika með.

Gríðarleg spenna og eftirvænting hefur magnast upp fyrir komu Beckhams síðustu daga í Kaliforníu. Forráðamenn liðsins vonast til að enska fótboltastjarnan muni verða til þess að íþróttin fá meiri athygli meðal Bandaríkjamanna en áður.

Hjónin eru greinilega tilbúin til að taka Bandaríkin með trompi en heimildamynd um Victoríu þar sem hún undirbýr komuna til Bandaríkjanna, verður sýnd þar vestra í næstu viku.

Beckham hjónin á Los Angeles flugvelli í nótt en múgur …
Beckham hjónin á Los Angeles flugvelli í nótt en múgur og margmenni tók á móti stórstjörnunum Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar