Potter skákar Gandálfi

Rupert Grint , Emma Watson og Daniel Radcliffe
Rupert Grint , Emma Watson og Daniel Radcliffe Reuters

Nýjasta myndin um hann Harry Potter sló aðsóknarmet í bandarískum kvikmyndahúsum þegar hún var frumsýnd vestra síðastliðinn miðvikudag.

Ágóði af miðasölu á miðnætursýningum einum saman í Bandaríkjunum nam 12 milljónum Bandaríkjadala, eða tæpum 736 milljónum íslenskra króna. Þar með var fyrra met í miðasöluágóða á miðvikudagsfrumsýningu slegið en það átti síðasta myndin í Hringadróttinssögu-þríleiknum og hljóðaði upp á tæpar 484 milljónir króna.

Daniel Radcliffe var gestur Larrys Kings í vikunni og þar sagði hann meðal annars að hann hefði þurft að leggja ýmislegt á sig við gerð myndarinnar sem hann hafði aldrei þurft að gera áður. Hann sagði jafnframt að við gerð myndarinnar um Harry Potter og fangann frá Azkaban hefði hann komist að því að leiklistin væri nokkuð sem hann vildi leggja fyrir sig.

Harry Potter og Fönixreglan var frumsýnd í Bretlandi í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir