Stressandi afmælisdagur fyrir Viktoríu Svíaprinsessu

Viktoría Svíaprinsessa er þrítug á morgun og verður dagurinn ansi …
Viktoría Svíaprinsessa er þrítug á morgun og verður dagurinn ansi vel skipulagður enda í annað sinn sem afmæli hennar er fagnað opinberlega

Viktoría Svíaprinsessa verður þrítug á morgun en afmælisdagurinn verður ekki mjög afslappandi. Stíf hátíðardagskrá henni til heiðurs bíður hennar og afmælinu verður fagnað bæði í Öland og í konungshöllinni í Stokkhólmi. Þetta er í annað sinn sem afmælisdagur Viktoríu er haldin formlega hátíðlegur en fyrra skiptið var þegar hún varð 18 ára.

Að lokinni guðþjónustu í konunglegu kapellunni klukkan ellefu fyrir hádegi, tekur hún á móti fulltrúa sænska þingsins og sænsku ríkisstjórnarinnar sem ganga á fund prinsessunnar og óska henni til hamingju með daginn.

Á hádegi verður skotið fallbyssuskotum til heiðurs afmælisbarninu. Síðan fær hún kveðju frá sænska hernum en fulltrúar hans standa heiðursvörð fyrir hana innan múra konungshallarinnar. Síðan fá fjölmiðlar að taka viðtal við hana. Að þessu loknu flýgur prinsessan til eyjarinnar Öland þar sem taka við meira eða minna hefðbundin hátíðarhöld í tilefni afmælis hennar. Konungsfjölskyldan snæðir þar hádegisverð og um klukkan fjögur tekur krónprinsessan við hamingjuóskum frá almenningi við sumarsetur konungsfjölskyldunnar Solliden á Ölandi. Þegar það er búið verða haldnir tónleikar henni til heiðurs á Borgholms íþróttasvæðinu. Að þeim loknum tekur konungsfjölskyldan til matar síns á sumarsetri sínu.

Eftir því sem sænska blaðið Dagens Nyheter greinir frá er þó engin beygur í prinsessunni, enda búin að vera í sviðsljósinu í þrjátíu ár og tekur hinum þéttskipaða afmælisdegi með stakri ró.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup