Fatahönnuðurinn Stella McCartney er ólétt. Þetta er þriðja barn Stellu og eiginmanns hennar Alasdhair Willis en aðeins eru sjö mánuðir síðan annað barn þeirra hjóna fæddist.
Stella er dóttir Bítilsins Pauls McCartney og segir heimildarmaður Daily Mirror að Paul elski að hafa fjölskylduna í kringum sig og það hafi komið honum í gegnum skilnaðinn við Heather Mills.
Stella, sem er 35 ára, fæddi dótturina Bailey Linda Olywn 8. desember á síðasta ári. Fyrsta barn hennar og James fæddist 25. febrúar 2005 og von er á þriðja barninu í lok þessa árs.
Því hefur verið slegið fram að Stella muni biðja annaðhvort fyrirsætuna Kate Moss eða fatahönnuðinn Sadie Frost um að vera guðmóðir næsta barns, en þær stöllur þrjár eru miklar vinkonur.