Ömmugleraugu Lennons á uppboði

John Lennon með gleraugun og kona hans Yoko Ono.
John Lennon með gleraugun og kona hans Yoko Ono. AP

Kapp­hlaup er um að eign­ast gler­augu, sem áður voru í eigu Bít­ils­ins John Lennon, á upp­boðssíðunni 991.com. Verðið er nú þegar komið upp í rúm­lega 9 millj­ón­ir króna.

Ömm­ugler­aug­un svo­kölluðu voru aðals­merki Lennons eft­ir tón­leika­ferðalag Bítl­ana árið 1966, um það leiti sem hljóm­sveit­in hætti að spila sam­an. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Um­sjón­ar­maður upp­boðsins seg­ir gríðarleg­an áhuga vera á gler­aug­un­um og það sé ekki hægt að meta verðmæti þeirra þar sem þau séu sér­stak­lega fá­gæt. Gler­aug­un eignaðist Lennon í Jap­an þegar Bítl­arn­ir spiluðu í Tokyo. Hon­um varð vel til vina við túlk hljóm­sveit­ar­inn­ar og skipt­ust þeir á gjöf­um áður en leiðir skildu. Lennon gaf túlk­in­um sólgler­augu sín en túlk­ur­inn gaf kop­ar­spang­argler­aug­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Verður er verkamaður launa sinna og þú átt það svo sannarlega skilið að gera þér glaðan dag. En alvara lífsins tekur alltaf við aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Verður er verkamaður launa sinna og þú átt það svo sannarlega skilið að gera þér glaðan dag. En alvara lífsins tekur alltaf við aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver