Nýjasta kvikmyndin um Harry Potter malar gull fyrir Warner Bros. kvikmyndaframleiðandann en alls skilaði hún 77,4 milljónum dala í kassann vestanhafs um helgina. Hefur hún því alls skilað eigendum sínum 140 milljónum dala frá frumsýningu á miðvikudag. Kvikmyndin um Harry Potter og Fönix-regluna er fimmta kvikmyndin um galdradrenginn og félaga hans og hafa þær allar notið mikilla vinsælda líkt og bækurnar um kappann. Myndin var frumsýnd víða í síðustu viku og eru tekjur hennar 190,3 milljónir dala í 44 löndum, öðrum en Bandaríkjunum.
Listi yfir vinsælustu myndirnar í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina:
1. „Harry Potter and the Order of the Phoenix," 77,4 milljónir dala.
2. „Transformers," 36 milljónir dala.
3. „Ratatouille," 18 milljónir dala.
4. „Live Free or Die Hard," 10,9 milljónir dala.
5. „License to Wed," 7,4 milljónir dala.
6. „1408," 5,01 milljón dala.
7. „Evan Almighty," 5 milljónir dala.
8. „Knocked Up," 3,7 milljónir dala.
9. „Sicko," $2,65 milljónir dala.
10. „Ocean's Thirteen," 1,9 milljónir dala.