Landaði 8 punda bleikju á blankskónum

Gunnar Kristjánsson, sonur Kristjáns Þórs alþingismanns, með fiskinn væna.
Gunnar Kristjánsson, sonur Kristjáns Þórs alþingismanns, með fiskinn væna.

Kristján Þór Júlí­us­son, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri, krækti í 8 punda bleikju á þriðja svæði í Eyja­fjarðará í kvöld. Hann átti ekki annarra kosta völ en að fela syni sín­um að landa fisk­in­um.

Kristján fékk að taka nokk­ur köst þegar hann heim­sótti son sinn og vini við veiði í Eyj­ar­fjarðará. Hann var því hér um bil á blankskón­um, að því er kem­ur fram á veiðivefn­um flug­ur.is.

„Helj­ar­mik­il kusa tók Pheas­ant Tail og straujaði út svo kvein í hjól­inu, hún fór með allt niður á und­ir­línu,“ seg­ir á vefn­um. Son­ur Kristjáns, varð að koma til bjarg­ar þar sem skó­búnaður alþing­is­manns­ins var ekki ætlaður til stór­ræðanna í veiðiskap og tókst hon­um að landa fisk­in­um eft­ir um 20 mín­útna bar­áttu.

Fisk­ur­inn var ná­kvæm­lega 4 kíló og 68 sm, gull­fal­leg­ur sem sjá má á meðfylgj­andi mynd. Ekki er vitað til þess að stærri fisk­ur hafi komið úr ánni í sum­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir