Kerry Katona haldið fanginni meðan ræningjar létu greipar sópa

Atomic Kitten nutu nokkurra vinsælda snemma á þessum áratug
Atomic Kitten nutu nokkurra vinsælda snemma á þessum áratug mbl.is

Kerry Katona, fyrrum söngkonu sönghópsins Atomic Kitten, var haldið fanginni á heimili sínu í gærkvöldi ásamt eiginmanni sínum og dóttur meðan ræningjar létu greipar sópa á heimili þeirra í Cheshire á Englandi.

Ræningjarnir birtust á heimili þeirra skömmu fyrir miðnætti í gær vopnaði hnífum sleggjum og kúbeinum. Katona og dóttur hennar Heidi var ógnað með hnífi og haldið í herbergi á fyrstu hæð hússins meðan ræningjarnir gengu um húsið með eiginmanninn, Mark Croft, og leituðu að verðmætum.

Ræningjarnir komust á brott með ránsfeng sem að andvirði um 150.000 punda, eða um 18 milljóna króna. Meðal þess sem ræningjarnir höfðu á brott með sér voru sjónvörp og tölvur.

Lögregla leitar ræningjanna en Katona er sögð mjög slegin vegna ránsins.

Katona varð þekkt sem ein söngkvenna Atomic Kitten, en hún mun þó síðar hafa viðurkennt að hún hefði ekki sungið á neinum upptökum sveitarinnar. Hún hefur síðan reynt fyrir sér í bresku sjónvarpi bæði sem kynnir og þátttakandi í raunveruleikasjónvarpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan