Lohan útskrifuð úr meðferðinni

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Lindsay Lohan var útskrifuð af Promises meðferðarstofnuninni í Malibu í gær eftir sex vikna dvöl þar. Segir fjölmiðlafulltrúi leikkonunnar að hún muni sjálfviljug ganga með ökklaband sem nemi áfengi og fíkniefni í blóði hennar.

“Hún mun m.a. ganga með bandið til að koma í veg fyrir vangaveltur um neyslu hennar velji hún að fara á dans eða matsölustaði þar sem borið er fram áfengi”, segir fjölmiðlafulltrúinn Leslie Sloane Zelnik, en þegar hafa borist fréttir af því að sést hafi til stúlkunnar úti á næturlífinu.

Þá segir hún Lohan líða vel. Hún hafi lagt hart að sér í meðferðinni og njóti stuðnings sinna nánustu.

Leikkonan Lindsay Lohan
Leikkonan Lindsay Lohan Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir