Ný X-Files kvikmynd sögð væntanleg

Atriði úr X-Files kvikmyndinni sem var frumsýnd árið 1998.
Atriði úr X-Files kvikmyndinni sem var frumsýnd árið 1998.

Frásagnir herma að í undirbúningi sé ný kvikmynd sem fjallar um ævintýri FBI starfsmannanna Fox Mulders og Dönu Scully, en þau gerðu garðinn frægann á tíunda áratug seinustu aldar í þáttunum X-Files.

David Duchovny, sem fór með hlutverk Mulders, hefur sagt við blaðamenn að hann muni fá X-Files handrit í hendurnar í næstu viku, en þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Duchovny og Gillian Anderson, sem lék Scully, eru bæði reiðubúin að taka þátt í gerð nýrrar kvikmyndar að sögn Duchovny.

Þau áttu bæði þátt í að skrifa handritið að fyrstu X-Files kvikmyndinni, sem var frumsýnd fyrir tæpum áratug. Þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda á meðan þeir voru og hétu, frá 1993-2002. Þeir unnu m.a. þrenn Golden Globe verðlaun sem bestu dramatísku sjónvarpsþættirnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir