Aniston sögð ógna Jolie

Angelina Jolie mun vera skapmikil kona.
Angelina Jolie mun vera skapmikil kona. Reuters

Kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie er sögð ævareið yfir því að sambýlismaður hennar og barnsfaðir Brad Pitt skuli hafa tekið rúmlega eins árs gamla dóttur þeirra með sér til fundar við fyrrum eiginkonu sína Jennifer Aniston.

“Angelina missti gersamlega stjórn á sér. Hún verður sjaldan þetta reið," segir ónefndur heimildamaður breska tímaritsins Star. Þá segir heimildarmaðurinn Jolie hafa tekið af allan vafa um það að sambandi þeirra væri lokið færi Pitt aftur með dótturina Shiloh til fundar við Aniston.

Er Pitt sagður hafa komið af fjöllum og boðið Jolie að koma með sér í heimsókn til Aniston en hún mun hafa hafnað því.

Aniston mun einnig enn vera í nánu sambandi við Jane móður Pitt Jolie til mikillar skapraunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka