Emilía hættir í Nylon

Nylon hópurinn
Nylon hópurinn mbl.is/ÞÖK

Emilía Björg Óskardóttir hefur ákveðið að kveðja Nylon söngflokkinn og leitar Nylon nú logandi ljósi að nýrri söngkonu í hópinn fyrir söngferðalag í Bretlandi á næsta ári.

Stúlkurnar í Nylon gáfu út tvær smáskífur í Bretlandi á síðasta ári. Þær komu fram 8 sinnum á Wembley og ferðuðust um Bretland með hljómsveitunum Westlife, Girls Aloud og McFLy. Lagið þeirra, Losing a friend, komst inná topp 20 breska vinsældalistans og Sweet Dreams komst í efsta sæti breska danslistans, samkvæmt fréttatilkynningu.

„Nú er ætlunin að fara í aðra atrennu í Bretlandi í lok árs og vinnsla á nýjum smáskífum, myndböndum og undirbúningur að tónleikaferð fer á fullt eftir að réttur aðili hefur verið fundinn. Á sama tíma er verið að skoða möguleika á samstarfi við Disney í Bandaríkjunum með sjónvarpsþætti og plötu í huga," samkvæmt fréttatilkynningu.

„Þetta er búið að vera ævintýralega skemmtilegur tími. Ég hef lært mikið og eignast þrjár yndislegar vinkonur. En um leið er þetta gríðarlega mikil vinna og þetta kostar líka mikla fjarveru frá fjölskyldu og vinum.

Við höfðum verið í hálfgerðu fríi frá Bretlandi síðan um áramót en nú liggur fyrir að Nylon er að fara í aðra útrás í lok árs. Ég hef ákveðið að að fara ekki með. Þetta er auðvitað ákvörðun sem ég hef hugsað mikið en ég er sátt við hana og við stelpurnar kveðjumst „tónlistarlega" í fullkomni sátt og ég óska þeim alls hins besta enda er ég ekki að kveðja þær sem vinkonur. Við verðum vinkonur áfram." segir Emilía Björg Óskarsdóttir, í fréttatilkynningu.

Emilíu gekk að eiga Pálma Sigurðsson unnusta sinn til nokkurra ára um síðustu helgi.

Áheyrnaprufur fyrir fjórða Nylon meðliminn eru áætlaðar í lok ágúst. Saga film eru að undirbúa framleiðslu átta til tíu þátta sjónvarpsseríu þar sem fjórðu söngkonu Nylon verður leitað. Fylgst verður með áheyrnaprufunum en síðan verður nýja meðlimnum fylgt eftir og fylgst með því hvernig samstarf hennar við Ölmu, Klöru og Steinunni fer af stað. Fylgst verður með þeim í upptökum í Bretlandi sem og undirbúningi af útkomu þriðju smáskífu Nylon í Bretlandi. Þáttaröðin fer í loftið í haust á Stöð 2 og Sirkus.

Nylon flokkurinn var stofnaður vorið 2004 eftir áheyrnarprufur hjá Einari Bárðarsyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar