Sjónvarpsþáttur Victoriu sagður sjálfsdýrkunarsvall

Victoria Beckham segir krefjandi að vera ómótstæðileg.
Victoria Beckham segir krefjandi að vera ómótstæðileg. Reuters

Þáttur um flutning Victoria Beckham til Bandaríkjanna var frumsýndur í gær. Í þættinum, sem gagnrýnandi New York Post segir “sjálfsdýrkunarsvall” dæsir Victoria m.a. og segir það vera ótrúlega krefjandi að vera ómótstæðileg. Þá segir gagnrýnandi The New York Times hana koma fyrir sem "heimskulega ríka stelpu" í þættinum.

Á sama tíma er Victoria sögð hafa hafnað boði samkvæmisljónsins Parísar Hilton um að mæta í veislu á hennar vegum. Er hún sögð óttast að kunningsskapur við Hilton muni skaða ímynd hennar í Hollywood.

Í þættinum, sem gerður var af NBC sjónvarpsstöðinni, sést Victoria m.a. hella fyrirmælum yfir nýráðna aðstoðarkonu sína og segja henni að það eigi allt að snúast um sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar