J. K. Rowling biður aðdáendur að þegja yfir sögulokum Deathly Hallows

Rithöfundurinn J. K. Rowling birti í dag bréf til allra aðdáenda bókaflokksins um Harry Potter þar sem hún biður þá að virða að vettugi allar þær rangfærslur sem birst hafa á netinu um atburðarás bókarinnar Deathly Hallows sem út kemur n.k. föstudag.

,,Ég vil biðja alla þá sem segjast aðdáendur Harry Potters að varðveita leyndarmálið um söguþráðinn fyrir þeim sem hlakka til að lesa bókina þegar hún kemur út. Innan skamms vitið þið allt!”, segir Rowling í bréfinu.

Myndir af blaðsíðum bókarinnar hafa verið falboðnar á netinu og voru m.a. boðnar upp í dag á uppboðsvefnum eBay fyrir um 250 Bandaríkjadali. Ýmsum sögum fer þó af því hvort þær útgáfur sem birst hafa á netinu séu ekta. Útgáfurnar og sögulokin í netsögunum munu þó vera mismunandi, svo ómögulegt er að segja hver sé sú rétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka