Sofið fyrir utan Nexus í nótt

Stúlkurnar þrjár fyrir utan Nexus
Stúlkurnar þrjár fyrir utan Nexus mbl.is/Ómar

Þrjár 17 ára stúlkur eru búnar að koma sér fyrir fyrir utan verslunina Nexus á Hverfisgötu og ætla að vera fyrstar til að kaupa nýjustu Harry Potter bókina. Byrjað verður að selja bókina klukkan 23:01 annað kvöld.

Stelpurnar sem heita Dagmar Rós Ríkarðsdóttir, Borghildur Sigurmundardóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir eru eins og gefur að skilja miklir Harry Potter aðdáendur og ætla að bíða fyrir utan búðina í 29 klukkutíma, samkvæmt upplýsingum frá Nexus.

Þær eru vel búnar svefnpokum og nesti. Dagmar Rós segir þær stöllur vera "nörda Íslands" og að þær vilji verða þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrsta eintakið af bókinni í hendur. Stelpurnar taka enga áhættu og eiga þær von á því að fleiri muni bætast í röðina í fyrramálið.

Kápa sjöundu og síðustu bókarinnar í bókaröðinni um Harry Potter.
Kápa sjöundu og síðustu bókarinnar í bókaröðinni um Harry Potter. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka