Vinsælust án kynlífs og kjaftasagna

Kínverska leikkonan og leikstjórinn Xu Jinglei er heimsins mest lesni bloggari en bloggsíða hennar hefur fengið 100 milljón heimsóknir á innan við 600 dögum. Það vekur, samkvæmt upplýsingum Beijing News, sértaka athygli að Xu Jinglei hefur tekist að fanga athygli lesenda og halda henni án þess að fjalla um kynlíf eða kjaftasögur. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Xu þykir sýna bæði gáfur og fágun í skrifum sínum, þar sem hún lýsir störfum sínum og daglegu lífi. Hún hóf að halda úti bloggsíðu í október árið 2006 og gaf út bók með völdum færslum í apríl á þessu ári.

Xu er m.a. þekkt fyrir verðlaunamynd sína "Letter From An Unknown Woman".

Kínverski rithöfundurinn Han Han mun einnig vera nálægt því að hafa fengið 100 milljón heimsóknir á bloggsíðu sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka