Sting mætti með eigin matreiðslumann á veitingastað

Sting á tónleikum
Sting á tónleikum Reuters

Tónlistarmaðurinn Sting hneykslaði starfsfólk á veitingastaðnum Casa Tua á Flórída þegar hann mætti með eigin matreiðslumeistara og krafðist þess að hann sæi um eldamennskuna.

Í breska slúðurblaðinu Sun er haft eftir heimildamanni að Casa Tua sé einn af bestu veitingastöðum Miami og er staðurinn þekktur fyrir góða matreiðslu. Beiðni Sting hafi því komið öllum á óvart. Vinir tónlistarmannsins höfðu hins vegar ekkert á móti eldamennskunni á staðnum heldur var það bara Sting sem var með sér óskir.

Fyrr í vikunni voru Sting og eiginkona hans, Trudie Styler, dæmd til þess að greiða fyrrum matreiðslumanni sínum skaðabætur fyrir að hafa sagt henni upp þar sem hún var barnshafandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar