Þyngsti maður heims léttist um 200 kg

Manuel Uribe áður en hann losaði sig við 200 kg.
Manuel Uribe áður en hann losaði sig við 200 kg. Reuters

Manuel Uribe, sem áður naut þess vafasama heiðurs að vera þyngsti maður í heimi, mun væntanlega glata þeim titli nú þar sem hann hefur lést um tæp tvö hundruð kíló. Urbie, sem er 41. árs gamall Mexíkói, vó áður 560 kg. og var þar með þyngsti maður heims, samkvæmt Heimsmetabók Guinness, en er nú 362 kg.

Kemst hann því væntanlega á spjöld Guinness á ný fyrir að vera sá maður í heimi sem hefur lést mest.

Í samtali við AFP fréttastofuna segist Uribe vera alsæll með að vera í Heimsmetabók Guinness sem þyngsti maður í heimi en hann sé ekki síður ánægður með að hafa losað sig við 200 kg.

Uribe kom fram í sjónvarpi á síðasta ári þar sem hann talaði um offituna sem hefur hindrað það að hann hafi getað lifað eðlilegu lífi í tuttugu ár en frá því um tvítugt hefur hann verið meira og minna bundinn við rúm þar sem hann hefur átt í erfiðleikum með að bera þyngd sína uppi.

Upplýsingar um Uribe á Wikipedia og hvernig hann losaði sig við kílóin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka