Tommi Bond

Pierce Brosnan
Pierce Brosnan Reuters

Hvað eiga þeir James Bond og Tommi Togvagn sam­eig­in­legt? Kann­ki ekki margt en alla­vega eitt: Pierce Brosn­an.

Leik­ar­inn ætl­ar nefni­lega að ljá Tomma rödd sína í vænt­an­leg­um sjón­varpsþátt­um byggðum á barna­bók­un­um W.V. Awdry um togvagn­inn og vini hans.

Það er spurn­ing hvort Brosn­an stilli sig um að láta Tomma kynna sig að hætti njósn­ar­ans fræga: "Ég heiti Togvagn, Tommi Togvagn."

Teikni­mynd­irn­ar um Tomma hafa reynd­ar verið stjörn­um prýdd­ar síðan sú fyrsta var frum­sýnd árið 1984. Bít­ill­inn Ringo Starr og leik­ar­inn Alec Baldw­in eru meðal þeirra sem hafa ljáð per­són­um rödd sína.

Brosn­an seg­ir ástæðuna fyr­ir verk­efna­val­inu ekki síður per­sónu­legs eðlis:

"Ég á sjálf­ur ljúf­ar minn­ing­ar frá því að pabbi las fyr­ir mig sög­urn­ar um Tomma og einnig man ég eft­ir að hafa horft á teikni­mynd­irn­ar með börn­un­um mín­um."

Teikni­mynd­irn­ar um Tomma Togvagn hafa verið sýnd­ar í yfir 140 lönd­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Annríkið verður mikið næstu sex vikurnar. Auðvitað vantar sitthvað fyrir heimilið, en það er ekki það sem þig langar til þess að kaupa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Annríkið verður mikið næstu sex vikurnar. Auðvitað vantar sitthvað fyrir heimilið, en það er ekki það sem þig langar til þess að kaupa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell