Tommi Bond

Pierce Brosnan
Pierce Brosnan Reuters

Hvað eiga þeir James Bond og Tommi Togvagn sameiginlegt? Kannki ekki margt en allavega eitt: Pierce Brosnan.

Leikarinn ætlar nefnilega að ljá Tomma rödd sína í væntanlegum sjónvarpsþáttum byggðum á barnabókunum W.V. Awdry um togvagninn og vini hans.

Það er spurning hvort Brosnan stilli sig um að láta Tomma kynna sig að hætti njósnarans fræga: "Ég heiti Togvagn, Tommi Togvagn."

Teiknimyndirnar um Tomma hafa reyndar verið stjörnum prýddar síðan sú fyrsta var frumsýnd árið 1984. Bítillinn Ringo Starr og leikarinn Alec Baldwin eru meðal þeirra sem hafa ljáð persónum rödd sína.

Brosnan segir ástæðuna fyrir verkefnavalinu ekki síður persónulegs eðlis:

"Ég á sjálfur ljúfar minningar frá því að pabbi las fyrir mig sögurnar um Tomma og einnig man ég eftir að hafa horft á teiknimyndirnar með börnunum mínum."

Teiknimyndirnar um Tomma Togvagn hafa verið sýndar í yfir 140 löndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar