Vito Rocco, enskur leikstjóri af íslenskum ættum, vann eina milljón punda (122 milljónir króna) í stuttmyndakeppni sem vefsíðan MySpace.com stóð fyrir. Milljónin er ætluð til þess að hjálpa sigurvegaranum að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd. Rocco vann verðlaunin fyrir myndina "Goodbye, Cruel World" sem varð hlutskörpust þeirra 800 sem skráðar voru í keppnina. Hann ætlar að nota verðlaunaféð til þess að gera gamanmynd um karlmenn sem eyða helgunum í að sviðsetja bardaga víkinga og riddara fornaldar. | Viðtalið við Vito er í Morgunblaðinu í dag.