Harry Potter rokselst um allan heim

Aðdáendur galdrastráksins eru fjölmargir um allan heim.
Aðdáendur galdrastráksins eru fjölmargir um allan heim. AP

Sjöunda og síðasta bókin um Harry Potter hefur rokselst um allan heim í dag, enda hafa margir aðdáendur galdrastráksins beðið óþreyjufullir eftir að komast að því hver verði örlög Potters og félaga hans í Hogwarts skólanum.

Allt útlit er fyrir að Harry Potter and the Deathly Hallows, eftir J.K. Rowling, muni slá hraðamet í sölu, ef marka má fyrstu sölutölur. Markaðssetningin hefur verið skipulögð í þaula og allt hefur verið gert til þess að skapa sem mesta spennu. Síðasta bókin á því eftir að seljast í bílförmum líkt og þær fyrri.

Fréttir af því að söguþráðurinn hafi lekið á netið auk fullítarlegra blaðagreina um bókina, að sumra mati, virðast ekki hafa dregið úr áhuga fólks á nýjustu bókinni. Þúsundir manns, jafnt ungir sem aldnir, hafa safnast saman í bókaverslunum í þeim tilgangi að nálgast eintak. Margir hafa klætt sig í búninga sem persónur úr bókunum.

Hér gefur að líta stafla af nýjustu Harry Potter bókinni …
Hér gefur að líta stafla af nýjustu Harry Potter bókinni í bókaverslun í Pakistan. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan