Ólafur Jóhann tilnefndur til írskra smásagnaverðlauna

Ólafur Jóhann Ólafsson
Ólafur Jóhann Ólafsson Einar Falur Ingólfsson

Ólafur Jóhann Ólafsson er einn sex smásagnahöfunda sem tilnefndir eru til írsku Frank O’Connor-smásagnaverðlaunanna, fyrir bókina Aldingarðinn. Áður hafði komið fram að Ólafur væri á meðal 34 höfunda sem áttu möguleika, en hann er nú kominn á hinn svokallaða stutta lista.

Aðspurður segir Ólafur tilfinninguna góða. „Þetta er mjög skemmtilegt því þetta er ákveðinn stimpill eins og flestar svona viðurkenningar,“ segir hann og bætir við að þetta geti gert bókinni gott.

„Þetta hjálpar náttúrlega alltaf, og sérstaklega með smásagnasafn. Það hefur verið mýta nokkuð lengi að það sé erfiðara að selja smásagnasöfn en skáldsögur og þetta hjálpar hvað það varðar.“

Ólafur segir að þessi verðlaun séu oft nefnd Bookerinn fyrir smásagnasöfn, en tvær dómnefndir velja bækurnar, önnur fyrir langa listann og hin fyrir þann stutta.

Nánar er rætt við Ólaf Jóhann í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup