Simpsons kvikmyndin heimsfrumsýnd í Springfield

Myndir af Simpsons-fjölskyldunni má sá hvarvetna í bænum Springfield í …
Myndir af Simpsons-fjölskyldunni má sá hvarvetna í bænum Springfield í Vermont. Hér sést fjölskyldufaðirinn Hómer í kunnuglegum stellingum. AP

Heimsfrumsýning fyrstu kvikmyndarinnar sem gerð hefur verið um Simpson-fjölskylduna frægu mun eiga sér stað í bandaríska bænum Springfield í Vermont-ríki. Bærinn, sem ber að sjálfsögðu sama heiti og heimabær Simpsons-fjölskyldunnar, varð heiðursins aðnjótandi í kjölfar netkosningar.

Valið stóð á milli 14 bæja sem allir bera nafnið Springfield. Öll bæjarfélögin sendu inn myndband í keppnina þar sem færð voru rök fyrir því hvers vegna viðkomandi bær ætti að sigra.

Ísframleiðandinn Ben & Jerry's, sem er frá Vermont, ætlar í tilefni dagsins að afhjúpa nýjan ís, en sjálfur Homer Simpson veitti ísframleiðandanum innblástur við ísgerðina.

„Við erum öll svo stolt,“ sagði hin 56 ára gamla Judi Martin, sem býr í Springfield.

Rétt rúmlega 9.000 manns búa í bænum sem hlaut alls 15.367 atkvæði sem hinn eini sanni Springfield Simpsons-fjölskyldunnar. Næst á eftir kom Springfield í Illinois-ríki í Bandaríkjunum, en alls munaði 733 atkvæðum á milli bæjanna í kosningunni sem USA Today stóð að.

Hér sést kvikmyndahúsið þar sem heimsfrumsýningin mun eiga sér stað.
Hér sést kvikmyndahúsið þar sem heimsfrumsýningin mun eiga sér stað. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar