Ekki meiri Vinir

Jennifer Aniston
Jennifer Aniston MARIO ANZUONI

Leikkonan Jennifer Aniston hefur gert út um vonir þeirra sem vonuðust til þess að fleiri þættir um Vinina yrðu gerðir, en Aniston hefur lýst því yfir að hún muni aldrei leika Rachel Green aftur. Orðrómur um kvikmynd sem byggð yrði á þáttunum hefur lengi verið hávær, og nú þegar ljóst er að kvikmynd eftir Sex and The City þáttunum verður að veruleika voru líkurnar jafnvel taldar enn meiri.

Aniston er hins vegar þeirrar skoðunar að Friends tilheyri eingöngu fortíðinni og hún er staðráðin í því að einbeita sér að öðrum verkefnum í kvikmyndum.

"Ég hugsa nú að hinir leikararnir fimm hefðu áhuga á að leika í mynd um Vinina en Jen ætlar aldrei að leika Rachel Green aftur. Hún lítur á það sem skref aftur á bak en ekki áfram," sagði heimildarmaður. "Hún vill njóta meiri virðingar sem leikkona og þess vegna ætlar hún að taka alvarlegri hlutverk að sér."

Friends er ein vinsælasta sjónvarpsþáttaröð sögunnar, en tíu þáttaraðir voru gerðar á árunum 1994 til 2004. Auk Aniston fóru þau Courtney Cox, Matthew Perry, Matt Le Blanc, David Schwimmer og Lisa Kudrow með aðalhlutverkin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir