Parker og Cattrall vinkonur að nýju

Kim Cattrall, Cynthia Nixon, Kristin Davis og Sarah Jessica Parker …
Kim Cattrall, Cynthia Nixon, Kristin Davis og Sarah Jessica Parker fóru með aðalhlutverkin í þáttunum. Reuters

Þær Sarah Jessica Parker og Kim Cattrall sem báðar léku í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Sex and The City hafa grafið stríðsöxina. Frægt varð þegar ósætti kom upp á milli þeirra tveggja þegar verið var að leggja drög að kvikmynd sem byggð yrði á þáttunum. Parker hefur lengi haft áhuga á að láta gera slíka kvikmynd en Cattrall hefur verið mótfallin því frá upphafi. Nú hefur Cattrall hins vegar skipt um skoðun og þær vinkonur eru nú ákveðnar í að láta myndina verða að veruleika. "Þær eru orðnar vinkonur aftur. Kim braut ísinn með því að senda Söruh Jessicu blóm þegar hin síðarnefnda kynnti nýju fatalínuna sína, Bitten," sagði vinur þeirra um málið. "Sarah Jessica svaraði fyrir sig með því að senda Kim eitthvað af fötum úr nýju línunni." Talið er að tökur á myndinni hefjist strax í september, en hinar stjörnurnar tvær úr þáttunum, Kristin Davis og Cynthia Nixon, munu einnig leika í henni. Parker getur ekki beðið eftir að tökur hefjist. "Mig langaði mikið til þess að hefja tökur strax fyrir nokkrum árum og það voru því mikil vonbrigði þegar ekkert varð úr því. En maður verður að virða ákvarðanir fólks og ein okkar vildi ekki gera myndina á þeim tíma þótt ég hafi ekki hugmynd um af hverju. Það er ekki mitt hlutverk að tala fólk til, en nú er þetta að verða að veruleika og það er algjörlega frábært," sagði Parker.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup