Franz Ferdinand aftur til Íslands í september

Franz Ferdinand.
Franz Ferdinand. AP

Skoska hljómsveitin Franz Ferdinand er á leið til landsins á ný og mun leika á leika á tónleikum á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll föstudagskvöldið 14. september næstkomandi. Segir í fréttatilkynningu ap meðlimir Franz Ferdinand óskuðu sérstaklega eftir því að fá að spila í Reykjavík og hafa í hyggju að prufukeyra lög af væntanlegri breiðskífu á tónleikunum, auk þess að spila efni af tveim fyrri breiðskífum sínum.

Í tilkynningu kemur fram að orðrómur hafi verið um væntanlega endurkomu sveitarinnar til Íslands. Ekki hafi þótt tilefni til þess að staðfesta það fyrr en nú þar sem tímasetningar og önnur samningsatriði voru negld niður um helgina. Enn hefur ekkert verið ákveðið með upphitunaratriði á tónleikunum. Búist er við fulltrúum útgáfufyrirtækis Franz Ferdinand, Domino Records, og erlendum fjölmiðlum hingað til lands í tengslum við tónleikana, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar