Þrýst er á að sönghópurinn Kryddpíurnar, sem koma nú aftur fram eftir sjö ára hlé, lengi tónleikaferð sína um heiminn í 50 tónleika vegna mikillar ásóknar. Söngkonurnar eru nú í viðræðum við umboðsmann sinn, Simon Fuller, um að lengja tónleikaferðalagið eftir að tvær milljónir aðdáenda skráðu sig á heimasíðu þeirra og lýstu áhuga á að kaupa miða á tónleikana.
Þær er þó tregur til við að lengja ferðalagið vegna skuldbindinga við fjölskyldur sínar, en þær eiga nú allar börn nema ein. Upphaflega stóð til að halda ellefu tónleika en við þá bættust heilir fjórtán og nú stendur til að bæta öðrum 25 tónleikum við.
Talsmaður Kryddpíanna segir ásóknina í miða vera næga til þess að fylla Wembley leikvanginn í London 20 sinnum.