Swank lætur allt fjúka

Hilary Swank
Hilary Swank Reuters

Bandaríska leikkonan Hilary Swank ætlar að raka allt hár af sér í góðgerðarskyni. Leikkonan, sem er talsmaður Pantene Beautiful Lengths góðgerðarsamtakanna, ætlar að láta gera hárkollu úr hári sínu sem krabbameinssjúk kona fær svo að gjöf. "Það er frábært að vita til þess að hárið mitt komi að góðum notum, og að það hjálpi einhverjum til að líða betur meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Hárið er ennþá að vaxa og vonandi get ég gefið enn meira," sagði Swank. "Fjöldi ástvina minna hefur látist úr krabbameini og ég hef orðið vitni að því hvað baráttan við sjúkdóminn er erfið. Ég er mjög stolt af því að geta hjálpað til."

Pantene Beautiful Lengths samtökin hvetja fólk til þess að safna hári og gefa það svo til hárkollugerðar fyrir konur sem missa hár sitt meðan á krabbameinsmeðferð stendur.

Swank, sem er 32 ára gömul, fékk Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Boys Don't Cry, en í myndinni hafði hún einmitt stutt hár. "Mér finnst mjög gaman að hafa stutt hár og mér sýnist jafnvel að það sé að komast í tísku aftur."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar