Framhaldsmyndasumarið mikla heldur áfram

Rupert Grint , Emma Watson og Daniel Radcliffe
Rupert Grint , Emma Watson og Daniel Radcliffe STEPHEN HIRD

Sumir aðdáendur galdrastráksins Harrys Potters sátu ekki inni alla helgina við lestur því á sjöunda þúsund manns gaf sér líka tíma til þess að sjá fimmtu myndina í bíó. Reiknað er með að sjötta myndin komi út á næsta ári og bálknum verði lokað árið 2010 með kvikmyndaútgáfu Harry Potter and the Deathly Hallows, sögunnar sem tröllríður bókabúðum heimsbyggðarinnar þessa dagana.

Framhaldsmyndir réðu lögum og lofum í íslenskum bíósölum um helgina en 7 af 10 vinsælustu myndum helgarinnar voru framhaldsmyndir og þó er vinsælasta mynd sumarsins til þessa, þriðja Pirates of the Carribean-myndin, nýdottin út af lista. Ríflega 52 þúsund manns hafa séð nýjasta ævintýri Jack Sparrow og félaga en Harry Potter virðist líklegur til að gera harða hríð að henni enda hafa þegar um 35 þúsund manns séð hana á innan við tveimur vikum. Á milli þeirra er Shrek hinn þriðji með alls 43 þúsund gesti en risinn græni virðist orðinn fullþungstígur til þess að ná á toppinn.

Málglöð fljóð og hraðskreiðir bílar

Eini nýliðinn er Death Proof, óður Quentin Tarantino til hraðskreiðra tryllitækja og málglaðra stúlkna, en hún nær öðru sætinu með um 3.000 bíógesti til þessa. Myndin hefur fengið þokkalegustu dóma en þó ekki nærri jafn góða og Tarantino er vanur. Hún deilir líklega frumleikaverðlaununum með Blind Dating þar sem þriðja ekki-framhaldsmyndin á listanum, 1408, er byggð á smásögu eftir Stephen King.

Potter fær þó verðugan keppinaut um toppsætið næstu helgi þegar Homer J. Simpson og fjölskylda mæta loks í bíó eftir langa sjónvarpssetu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir