Potter selst á methraða

Nýjasta bókin um galdradrenginn Harry Potter, Harry Potter and the Deadly Hallows, er líklega sú bók sem selst hefur hraðast hér á landi líkt og í Bandaríkjunum og Bretlandi.

"Hún selst töluvert hraðar en seinasta bók, sem var líklega fyrra met," sagði Óttarr Proppé, vörustjóri erlendra bóka hjá Pennanum, í gær. Þá voru einhver eintök eftir af bókinni í verslunum Eymundsson og Máls og menningar en Óttarr taldi ólíklegt að svo yrði í dag.

"Ég er a.m.k. með það á tæru að erlend bók hefur ekki selst eins hratt áður á Íslandi," sagði Óttarr, þegar rætt var við hann á þriðja tímanum í gær. Þá höfðu 3.400 bækur selst í verslunum fyrirtækisins og 500 í versluninni Nexus.

Fréttavefur BBC greindi frá því í gær að 11 milljónir eintaka hefðu selst í Bretlandi og Bandaríkjunum fyrsta sólarhringinn sem bókin var til sölu. Það er heimsmet í bóksölu í þeim löndum og þá miðað við seld eintök á sólarhring.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir