Prinsessa kennir fólki að tala við engla

Marta Lovísa Noregsprinsessa með eiginmanni sínum Ara Behn.
Marta Lovísa Noregsprinsessa með eiginmanni sínum Ara Behn.

Marta Lovísa Noregsprinsessa segist vera skyggn og hafa alltaf haft yfirnáttúrulega hæfileika síðan hún var barn. Hún hefur nú stofnað óhefðbundinn skóla, Astarte Education, þar sem hún hyggst kenna fólki hvernig það kemst í samband við engla. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Prinsessan segist alltaf hafa verið næm á tilfinningar fólks. Á heimasíðu skólans segir hún að eitt sinn, þegar hún var barn, gekk hún upp að konu og sagði henni að hafa engar áhyggjur af manninum sínum, það færi allt saman vel á endanum. Konan varð mjög hissa og vildi vita hver hafði slúðrað um hana við barnið.

Marta Lovísa er menntuð sjúkraþjálfari og segir hún þá menntun hafa þjálfað hana enn frekar í að lesa í tilfinningar fólks. Hún vinnur mikið með hesta og segir hún hafa fyrst komist í samband við engla með hestunum.

Kennsla hefst í Astarte skólanum í ágúst og mun prinsessan deila reynslu sinni af englum með nemendum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka